Í tilkynningu frá Nýjum Glitni kemur fram að áætlað er að heildarfjöldi starfsmanna hins nýja banka verði í kringum 960 manns sem allir munu koma úr röðum núverandi starfsmanna Glitnis.

Þessi breyting hefur í för með sér að um 97 starfsmenn Glitnis banka hf. á Íslandi munu missa vinnuna.

Í tilkynningunni kemur fram að Glitnir banki hefur á þessu ári hagrætt töluvert í rekstri og hefur það með annars starfsmönnum fækkað um 250 það sem af er ári, fyrir þessar aðgerðir.

„Unnið hefur verið að þessum aðgerðum í nánu samstarfi við Samtök starfsfólks fjármálafyrirtækja og Starfsmannafélag Glitnis,“ segir í tilkynningunni.

Þá kemur fram að starfsmönnum bankans stendur til boða að leita raðgjafar hjá sálfræðingi og þeim starfsmönnum sem ekki flytjast yfir í nýja félagið verðuð boðið að sækja sér starfsráðgjöf hjá Capacent.