Bandaríkjamenn kjósa í dag til bandaríska þingsins. Kosið er um 33 af 100 þingmönnum öldungadeildarinnar og alla 435 þingmenn fulltrúadeildarinnar, auk ríkisstjóra í 38 ríkjum.

Óvinsældir Barack Obama forseta eru miklar og á það sinn þátt í að kannanir sýna að Demókratar munu lúta í lægra haldi fyrir Repúblíkanaflokknum í báðum deildum þingsins. Í dag eru demókratar í meirihluta í öldungadeildinni en repúblíkanar í fulltrúadeildinni.

Verði demókratar í minnihluta í báðum deildum mun það valda Obama verulegum erfiðleikum í að koma stefnumálum sínum áfram í þinginu.

The Washington Post metur líkurnar á sigri repúblíkana í báðum deildum 98%. Í gær voru líkurnar 97%. Hins vegar metur blaðið 99% líkur á því að repúblíkanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni.

CNN metur líkurnar á því að repúblíkanar nái öldungadeildinni 95%.

New York Times metur líkurnar á því að repúblíkanar nái öldungadeildinni mun lægri, eða 70%.