*

þriðjudagur, 26. október 2021
Innlent 8. júní 2020 17:29

99% samdráttur hjá Icelandair í maí

Fjöldi farþega hjá Icelandair dróst saman um 99% í maí miðað við sama mánuð í fyrra. Fraktflutningar dróust saman um 20%.

Ritstjórn
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.
Eva Björk Ægisdóttir

Heildarfjöldi farþega hjá Icelandair í maí var rúmlega þrjú þúsund samanborið við um 419 þúsund í fyrra, sem er um 99% samdráttur á milli ára. Heildarframboð minnkaði um 98% á milli ára. Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var tæplega sex þúsund í maímánuði og fækkaði um 77% á milli ára. Framboð minnkaði um 80%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Icelandair.

Fraktflutningar drógust í heildina saman um 20% á milli ára en seldir blokktímar í leiguflugstarfsemi félagsins drógust saman um 21% á milli ára í maímánuði. 

Icelandair Cargo og Loftleiðir Icelandic tóku að sér sérverkefni í frakt- og leiguflugi í maímánuði. Sem dæmi má nefna rúmlega 50 fraktflug með lækninga- og hjúkrunarvörur frá Kína til Þýskalands og Bandaríkjanna, fyrir aðila í heilbrigðisþjónustu í Evrópu og Norður-Ameríku.