99 Cents Only-verslanirnar eru hársbreidd frá því að þurfa að ráðast í kostnaðarsama markaðsherferð vegna nafnabreytingar, en keðjan hækkaði í dag verðið á vörum sínum í 99,99 sent. Verðhækkanirnar eru sagðar framkvæmdar til að mæta stórauknum kostnaði. Vörur 99 cents Only hafa ekki kostað jafnmikið síðan keðjan var stofnuð árið 1982. Telegraph segir frá þessu í kvöld.

Forstjóri keðjunnar sagði nauðsynlegt til að mæta hækkandi hrávöruverði á heimsmarkaði: „Rétt eins og Mótel 6-keðjan þurfti endanlega að hækka verð á gistinóttum yfir sex dollara, neyðumst við til að hækka okkar verð um tæplega sent,” segir hann.

99 Cents Only selja allt frá matvælum til raftækja og verkfæra. Um 277 verslanir eru í Kaliforníu, Texas, Arizona og Nevada. Á síðasta fjórðungi tapaði fyrirtækið 1,5 milljón dollara, þrátt fyrir söluaukningu upp á fjögur present. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður tæpum þremur milljónum dollara.