Stjórnendur 99% fyrirtækja, sem svöruðu könnun Samtaka atvinnulífsins (SA) síðustu vikuna í nóvember, töldu að aðstæður í efnahagslífinu væru þá mjög (73%) eða frekar (26%) slæmar og einungis um 1% álitu aðstæður hvorki góðar né slæmar.

Þetta kemur fram á vef SA en ekkert fyrirtæki taldi aðstæður vera góðar.

Í öllum atvinnugreinum kemur hins vegar fram jákvæðara mat þegar litið er sex mánuði fram í tímann, en um fjórðungur fyrirtækjanna telur að aðstæður verði þá nokkuð betri, jafnvel þótt röskur meirihluti (54%) telji að þær verði verri.

Um 96% fyrirtækjanna telja framboð á starfsfólki nú vera nægjanlegt.

Sjá nánar á vef SA.