Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um stefnu um nýfjárfestingar hefur verið afgreidd úr atvinnuveganefnd. Meirihluti nefndarinnar leggur til að tillagan verði samþykkt með einni breytingu en hún snýr að því að í nýfjárfestingarverkefnum verði tekið tillit „til skuldbindinga Íslands á loftslagsráð­ stefnu Sameinuðu þjóðanna í desember 2015.“

Meirihlutinn telur enn fremur mikilvægt að í stefnu stjórnvalda verði sérstaklega horft til uppbyggingar fjölbreyttra atvinnutækifæra á landsbyggðinni og telur það grunn að byggðafestu í framtíð­ inni. Þá bendir meiri hlutinn á að brýnt sé að styrkja dreifikerfi raforku og efla flutningsgetu þess til að tryggja nægjanlegt framboð raforku um allt land. Meirihlutinn leggur líka áherslu á að innviðir fjarskipa verði stórefldir og að stefna eigi að því að 99,9% landsmanna hafi aðgang að ljósleiðaratengingum sem eru a.m.k. 100 Mb/s.