Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. hagnaðist um 173,6 milljón krónur á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um rétt liðlega helming. Félagið er að jöfnu í eigu systkinanna Kristjáns og Birnu Loftsbarna en eina eign félagsins, að 29,5 milljóna veltufjármunum, er rúmlega 36,5% hlutur í Hval hf. sem færður er til bókar á 9.223 milljón krónur.

Skuldir nema 3,7 milljónum og er eiginfjárhlutfall félagsins því 99,96%. Af ársreikningi félagsins má ráða að afkoma Hvals hafi verið jákvæð sem nemur tæpum 499 milljónum og að Hvalur hafi greitt um 1.500 milljónir í arð til hluthafa sinna á síðasta ári.

Hvalur skilaði ársreikningi undir lok júní en hann hefur ekki verið samþykktur enn af ársreikningaskrá. Stjórn Venusar lagði til að minnst 60 milljóna arðgreiðslu, mögulega hærri, en arðgreiðslur í fyrra námu 657 milljónum og 500 milljónum árið þar á undan.