„Undirbúningurinn gengur bara mjög vel,“ segir Elín Arnar, annar ritstjóri tímaritsins MAN, en Elín og Björk Eiðsdóttir munu ritstýra nýja tímaritinu saman.

Tímaritið MAN kemur út í fyrsta sinn 5. september næstkomandi og stefnt er að því að gefa blaðið út tólf sinnum á ári. Elín og Björk voru báðar í fríi nú þegar Viðskiptablaðið hafði samband við Elínu en full vinna hefst 1. ágúst. „Það er náttúrlega unaður að byggja eitthvað upp fyrir sjálfan sig og það gerir þetta allt aðeins meira spennandi þegar maður tekur áhættuna sjálfur. Okkur er virkilega vel tekið og fólk virðist vera spennt fyrir því að sjá eitthvað nýtt á markaðnum,“ segir Elín.

Fylgist með Eftir vinnu hér á Facebook.