Orkunotkun heimila á einstakling er mest á Íslandi í samanburði við önnur ríki innan Evrópu, samkvæmt tölum um orkuflæði sem Hagstofa Íslands hefur nú birt í fyrsta sinn.

Árið 2017 er nýjasta árið sem gögn frá öllum löndum Evrópu liggja fyrir. Þegar litið er á notkun orku til heimilisnota var notað tæplega 77 Megajúl (MJ) á einstakling hérlendis. Næst mest var notað í Svíþjóð eða 57 MJ og í Finnlandi 55 MJ á hvern einstakling.

Sagt er frá því að árið 2018 var hitanotkun um 60% af heildar orkunotkun á Íslandi. Jarðefnaeldsneyti var rúmlega fjórðungur en afgangurinn raforka.