Í ágúst fjölgaði gistináttum Íslendinga á hótelum um 145% milli ára en gistinætur erlendra ferðamanna fækkaði um 82% milli ára. Gistinætur Íslendinga voru 93.700 eða 52% af hótelgistinóttum. Frá þessu er greint á vef Hagstofunnar.

Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 519.000 í ágúst en þær voru um 1.494.000 í sama mánuði árið áður og fækkaði þeim um 65%. Um 53% gistinótta voru skráðar á Íslendinga, eða um 273.000.

Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 66% og um 52% á gistiheimilum. Gistinóttum erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb og sambærilegar síður fækkaði um 87%.

Framboð hótelherbergja fækkaði um fimmtung frá ágúst 2019. Nýting á hótelherbergjum í ágúst var 36% og dróst saman um 46 prósentustig milli ára. Lægst var nýtingin á Suðurnesjum eða tæplega 24%.