*

þriðjudagur, 19. október 2021
Erlent 3. maí 2021 19:22

Rafmyntafrumkvöðull kominn í milljarð

Hinn 27 ára gamli Vitalik Buterin er orðinn yngsti rafmyntamilljarðamæringur sögunnar eftir hækkun Ethereum.

Snær Snæbjörnsson
Buterin er yngsti rafmyntamilljarðamæringur heims
epa

Ævintýranleg hækkun rafmynta undanfarinna mánuði hefur gert það að verkum að rússnesk-kanadíski forritarinn og meðstofnandi Ethereum, Vitalik Buterin, er orðinn yngsti rafmyntamilljarðamæringur sögunnar. Forkast greinir frá.

Buterin hefur verið viðloðin rafmyntir síðan 2011 þegar hann skrifaði blaðagreinar um Bitcoin í skiptum fyrir Bitcoin. Síðar stofnaði Buterin Ethereum ásamt Gavin Wood árið 2015. Síðan þá hefur Ethereum vaxið hratt og er markaðsvirði þess komið yfir 368 milljarða Bandaríkjadala og skákar því rótgrónum fyrirtækjum líkt og Nestle, Walt Disney Company og Bank of America ef litið er til markaðsvirðis.

Frá upphafi árs hefur gengi Ether, rafmyntar bitakeðjunnar Ethereum, hækkað um 327% úr tæpum 100 þúsund krónum í 400 þúsund krónur. Sérfræðingar telja að gengi Ether sé að nálgast toppinn í bili og muni finna jafnvægi í kringum 400 þúsund krónur.

Stikkorð: rafmyntir ethereum Buterin