Linda Björk Gunnlaugsdóttir er nýr forstjóri A. Karlssonar ehf., en ný framkvæmdastjórn tók við stjórnartaumum fyrirtækisins í kjölfar sameiningar við Besta í maí síðastliðnum. Í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið í dag kemur fram að miklar breytingar eru framundan hjá félaginu.

Auk þess tilheyrir samstæðunni litháska heilbrigðisfyrirtækið Ilsanta. Lindu bíða mörg spennandi verkefni, meðal annars að sameina starfsemi þessara þriggja fyrirtækja undir einum hatti en sameinað fyrirtæki mun bjóða upp á heildarlausnir í búnaði og rekstrarvörum fyrir fyrirtæki og stofnanir með áherslu á heilbrigðisgeirann, hótel- og veitingageirann og hreinlætisgeirann. Auk sameiningarinnar hafa miklar skipulagsbreytingar átt sér stað í fyrirtækinu.

"Að mörgu leyti var margt orðið staðnað hér innanhúss og bæði velta og vöxtur stóðu í stað. Í kjölfarið gerði Atorka Group kröfu um breytingar til að koma hjólunum af stað að nýju. Þessar breytingar féllu ekki í kramið hjá öllum og því miður var innan fyrirtækisins ákveðinn hópur sem fannst það mikið óöryggi sem fylgdi þessum breytingum og vildi ekki taka þátt í þeim" segir Linda og bætir við: "Hinsvegar höfum við verið svo heppin að geta ráðið inn mjög gott fólk í staðinn."

- Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.