„Við erum mjög þakklátir með þau tilboð sem bárust og það er jákvætt að fjárfestar skuli taka vel í skuldabréfaútgáfu okkar,“ segir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitafélaga sjóðurinn varð með skuldabréfaútboð í flokki LSS150224 fyrir helgi.

Alls bárust tilboð að nafnvirði 2.040 milljónir króna og ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 1.840 milljónum króna á ávöxtunarkröfunni 6,5%. Útistandandi fyrir voru 11.200 milljónir króna og er heildarstærð flokksins nú 13.040 milljónir króna.

Útgáfuáætlun sjóðsins gerir ráð fyrir 12 – 24 milljörðum króna og segir Óttar að engin ástæða sé til annars en að gera ráð fyrir að sú áætlun standi. Hann segir meiri eftirspurn vera eftir lánsfé fyrri hluta ársins þar sem sveitafélögin nýti sumarið til framkvæmda en eftirspurnin minnki töluvert seinni part ársins. Á þessu var þó undantekning í fyrra eftir hrun bankanna.

Aðspurður um almenna þróun á skuldabréfamörkuðum segir Óttar að stýrivextir í landinu sé enn allt of háir.

„Þessi háu vextir þrengja ólina að öllum,“ segir Óttar og bætir því að ef skuldabréfamarkaðurinn eigi að vaxa frekar þurfi stýrivextir að lækka. Þetta þurfi að gerast strax í sumar.

„Við þurfum að koma nýju bönkunum af stað og það þarf að veita sparifjáreigendum skjól annars staðar en í ríkistryggðum innlánsreikningum,“ segir Óttar.

„Með lækkandi vöxtum þurfa fjárfestar að dreifa áhættunni.“