Biking Viking er nýtt ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í mótorhjólaferðum hérlendis og erlendis. Biking Viking var stofnað fyrir tíu árum og hefur fram til þessa boðið upp á ferðir á Íslandi. Fyrirtækið var stofnað af Njáli Gunnlaugssyni og fyrir skemmstu bættust í hópinn Ingólfur Stefánsson og Eyþór Örlygsson. Jafnframt var ákveðið að bæta í flotann og keypt voru ný BMW 650 GS hjól sem þykja einhver þau fremstu á sviði ferðahjóla.

Biking Viking skipuleggur ferðir upp á hálendið á BMWhjólunum og eru þátttakendur jafnt erlerndir ferðamenn og Íslendingar. Samhliða ferðum innanlands hyggst fyrirtækið bjóða upp á ævintýraferðir erlendis. Árið 2009 hefur fyrirtækið skipulagt mótorhjólaferðir um eyðimerkur og gróna dali Marokkó. Leiðin liggur meðal annars um keppnisleið París-Dakar. Gist verður á hótelum, m.a. í gömlum virkjum sem hefur verið breytt í hótel og úti í eyðimörkinni verður gist í hirðingjatjöldum.

Boðið verður upp ferðir fyrir litla hópa, allt að tíu manns, og verður hver og einn með sitt hjól. Einnig er mögulegt að tveir ferðist saman á einu hjóli. Biking Viking hefur kynnt sér í þaula aðstæður í Marokkó og skipulagt leiðirnar í samstarfi við spænskan þjónustuaðila. Fyrirtækið verður með kynningu á ferðunum hjá B&L 24. maí frá 11-16. Þar verða sýndar kvikmyndir og ljósmyndir frá Marokkó.

Skráning í Ferðaklúbb Biking Viking

Á kynningunni í B&L verður hægt að skrá sig í Ferðaklúbb Biking Viking. Aðild felur í sér að klúbbfélagar fá sendar tilkynningar fyrir ferðaskipulag hvers árs og hvað framundan er í starfinu. Jafnframt verður hægt að skrá sig í klúbbinn á vefslóðinni [email protected].