Að búa erfðaskrá getur verið flókið mál og það er nauðsynlegt að gera slíkt rétt, ekki fær maður annað tækifæri til þess þegar nota á erfðaskránna og sé hún ekki rétt gerð getur það leitt til flókinna dómsmála.

Á veg breska blaðsins Telegraph má finna 10 góð ráð við ritun erfðaskrár. Rétt er þó að hafa í huga að erfðalög hér á landi eru nokkuð ólík því sem gengur og gerist í mörgum nágrannaríkja okkar. Þannig getur íslenskur ríkisborgari aðeins ráðstafað hluta eigna sinna með því að búa til erfðaskrá en nánustu fjölskyldumeðlimir eiga alltaf rétt á stærstum hluta eigna viðkomandi, hvort sem mönnum líkar það betur eða verra.

En ráðin sem finna má á vef Telegraph eru þessi (í lauslegri þýðingu):

  1. Ekki biðja erfingja um að hjálpa þér við það að búa til erfðaskrá. Algengt er að fólk komið á háan aldur biðji fullorðin börn sín að hjálpa til við ritun erfðaskrár. Það getur hins vegar leitt til þess að aðrir, sem telja sig eiga kröfu á eignir hins látna, geta látið ógilda erfðaskrána.
  2. Gættu þess vandlega að erfðaskráin sé undirritu af þér auk tveggja hlutlausra vitna (s.s. ekki erfinga).
  3. Ef þú sérð fram á að þurfa að greiða erfðafjárskatt ættir þú að leit ráðgjafar hjá skattalögfræðingum eða endurskoðendum sem gætu mögulega lágmarkað ráðstöfun eigna þinna.
  4. Fáðu í það minnsta tvo einstaklinga til að hugsa um eigur þína að þér förnum.
  5. Þeir sem eiga stjúpbörn eða eru með aðra á sínu framfæri
  6. Ef þú átt ung börn, þarftu að vera mein einhvern tilbúinn til að taka við þeim komi eitthvað fyir þig. Hafðu erfðaskrána skýra og alls ekki nota gælunöfn.
  7. Hafðu eitthvert plan B, ef ske kynni að erfingjar þinir fari á undan þér.
  8. Farðu yfir erfðaskrána reglulegan og gættu þess að uppfæra hana eftir þörfum. Geymdu erfðaskrána á örugum stað og láttu fjölskyldumeðlimi hafa afrit af henni.