„Það duttu út heilu hóparnir vegna bankahrunsins. Þá misstum við stóra og mikla kúnna og reyndar lentu allir veiðileyfasalar í því sama," segir Guðmundur Stefán Maríasson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur í úttekt um veiðina í sumar í Viðskiptablaðinu í dag. "Að einhverju leyti hafa almennir veiðimenn verið að hrekjast frá líka og þetta kemur auðvitað við budduna hjá öllum. Ástandið í þjóðfélaginu er þannig að það verða allir að draga saman og þetta er eitt af því sem lendir í niðurskurði."