Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,60% og er 6.434 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 18.158 milljónum króna.

Stærstu einstöku viðskipti dagsins nema 16,2 milljörðum króna með bréf Exista og fór fram á genginu 22,1 krónu á hlut. Ekki hefur borist tilkynning til Kauphallarinnar um hver standi að baki viðskiptunum.

Marel hefur hækkað um 1,26% í veltu sem nemur 338 þúsund krónum, Avion Group hefur hækkað um 0,58% í 28,6 milljón króna veltu og Bakkavör Group hefur hækkað um 0,49% í 2,3 milljón króna veltu.

Atlantic Petroleum hefur lækkað um 1,33% í 594 þúsund króna veltu, Kaupþing banki hefur lækkaði um 0,92% í 687 milljóna veltu en bankinn birti uppgjör sitt í morgun, Landsbankinn hefur lækkað um 0,76% í 542 milljón króna veltu en bankinn birti uppgjör sitt í gær, Actavis Group hefur lækkað um 0,6% í 77 milljón króna veltu og Mosaic Fashions hefur lækkað um 0,59% í 18 milljón króna veltu.

Gengi krónu hefur veikst um 0,55% og er 119,3 stig við hádegi.