Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,04% og er 8.900 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 289 milljörðum króna, þar af 280 milljarðar með Actavis Group sem verið er að afskrá.

Föreya banki hefur hækkað um 3,13%, Eik banki hefur hækkað um 2,29%, Össur hefur hækkað um 0,9%, Landsbankinn hefur hækkað um 0,87% og Marel hefur hækkað um 0,87%.

FL Group hefur lækkað um 1,67%, Straumur-Burðarás hefur lækkað um 1,33%, Icelandic Group hefur lækkað um 1,26%, Atlantic Petroleum hefur lækkað um 0,87% og Exista hefur lækkað um 0,76%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,44% og er 111,2 stig.