Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,61% það sem af er degi og er 5.494,36 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Actavis Group hefur hækkað um 2,67%, Atorka Group hefur hækkað um 1,72%, FL Group hefur hækkað um 1,65%, Össur hefur hækkað um 1,40% og Atlantic Petroleum hefur hækkað um 0,48% en ekkert félag hefur lækkað það sem af er degi.

Gengi krónunnar hefur veikst um 1,18% og er gengisvísitala hennar 125,9601, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.