Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,7% og var 7.477,41 stig á hádegi, samkvæmt upplýsingum Kauphallarinnar. Veltan nam 2,4 milljörðum króna.

Actavis hækkaði mest, eða um 3,18%, Landsbankinn um 0,96%, Atorka um 0,87%, Exista um 0,71% og Kaupþing um 0,68%.

Atlantic Petroleum lækkaði um 2,71% og Mosaic Fashions um 0,64%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,24% og er 119,81 á hádegi, samkvæmt upplýsingum Kaupþings.