Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,20% og er 6.973 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 1.780 milljónum króna.

Actavis Group hefur hækkað um 3,3% en félagið birti uppgjör sitt eftir lokun markaða í gær og var það yfir væntingum greiningaraðila, Marel hefur hækkað um 1,29%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,17% og FL Group hefur hækkað um 0,87%.

Bakkavör Group hefur lækkað um 0,67%, Landsbankinn hefur lækkað um 0,4%, Atorka Group hefur lækkað um 0,32%, Avion Group hefur lækkað um 0,3% og Kaupþing banki hefur lækkað um 0,24%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,22% og er 119,6 stig.