Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,44% og er 7.839 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Marksaðvakt Mentis. Veltan nemur ríflega fjörum milljörðum króna.

Actavis hefur kækkað um 8,7% í kjölfar yfirtöku tilboðs frá Novator og rímar nú markaðsgengi og tilboðsgengið, Landsbankinn hefur hækkað um 2,13%, Eimskip hefur hækkað um 2,04%, Marel hefur hækkað um 1,96% og Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,75%.

Icelandic Group hefur lækkað um 0,6% og 365 hefur lækkað um 0,28%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,6% og er 116,5 stig.