Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,1% frá því að opnað var fyrir viðskipti kl. 10 í morgun og stendur nú þegar þetta er skrifað, kl. 12:05 í 641 stigi samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Úrvalsvísitalan stóð í stað við lok markaða í gær en hafði lækkað um 2,7% á mánudag.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga. Aðeins eitt félag, Föroya banki hefur hækkað en viðskipti bakvið félagið nema þó aðeins 432 krónum.

Velta með hlutabréf er aðeins rúmar 800 þúsund krónu en þar af eru tæpar 520 þúsund krónur með bréf í Marel.