Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,26% það sem af er degi og er 5.634,14 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni en hún lækkaði um 0,72% við lok markaðar í gær.

Atlantic Petroleum hefur hækkað um 7,40%, Bakkavör Group hefur hækkað um 1,84%, Vinnslustöðin hefur hækkað um 1,18%, Landsbankinn hefur hækkað um 0,90% og Mosaic Fashions hefur hækkað um 0,56%.

Þrjú fyrirtæki hafa lækkað það sem af er degi. Alfesca hefur lækkað um 0,76%, Actavis Group hefur lækkað um 0,33% þrátt fyrir að í gær hafi Glitnir gefið út nýtt verðmat á félagið og metur það á 68,1 krónu á hlut en þegar þetta er skrifað er gengið 60,50 krónur á hlut. Avion Group efur lækkað um 0,26%

Gengi krónunnar hefur veikst um 0,75% og er gengisvísitalan 129,9 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.