Úrvalsvístialan hefur hækkað um 0,68% það sem af er degi og er 8.557 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 3,4 milljörðum króna.

Atorka Group hefur hækkað um 2,15% en sjö daga hækkun þess nemur 12%, Icelandic Group hefur hækkað um 1,38%, Kaupþing hefur hækkað um 1,37%, Össur hefur hækkað um 0,92% og Exista hefur hækkað um 0,86%.

Marel hefur lækkað um 2,45%, Föroya banki hefur lækkað um 1,35%, Alfesca hefur lækkað um 0,79%, 365 hefur lækkað um 0,73% og Eimskip hefur lækkað um 0,51%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,2% og er 115,2 stig.