Úrvalsvísitalan lækkar um 2% og er 6.615,83 stig. Veltan á bakvið lækkunina er tæpir þrír milljarðar og viðskipta fjöldinn er 446.

Ástæðuna má rekja til skýrslu Merrill Lynch um íslenska bankakerfið. Ekkert félag hefur hækkað á hádegi.

Atorka Group leiðir lækkunina með 4,96% lækkun. FL Group lækkar um 4,71%, Straumur-Burðarás lækkar um 3,85%, Landsbankinn lækkar um 2,95%, Alfesca um 2,63%.