Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,66% og er 6.294 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Stærstu einstöku viðskiptin nema 3.240 milljónum króna með bréf Avion Group á genginu 32,4. Viðskiptin eru ekki verðmyndandi. Ekki hefur borist tilkynning til Kauphallarinnar um hver standi að viðskiptunum.

Avion Group hefur hækkað um 3,04% og Atorka Group hefur hækkað um 0,16%.

FL Group hefur lækkað um 2,16%, Dagsbrún hefur lækkað um 1,58%, Mosaic Fashions hefur lækkað um 1,12%, Straumur-Burðarás hefur lækkað um 1,12% og Glitnir hefur lækkað um 0,98%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,03% og er 122,5 stig við hádegi.