Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,52% og er 6.219 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 1.686 milljónum króna.

Dagsbrún hefur hækkað um 0,70%, Mosaic Fashion hefur hækkað um 0,57% og Atlantic Petroleum hefur hækkað um 0,18%.

Avion Group hefur lækkað um 6,5% en það birti í dag uppgjör sem var undir væntingum, FL Group hefur lækkað um 0,88%, Flaga Group hefur lækkað um 0,79%, Kaupþing banki um 0,71% og Marel hefur lækkað um 0,63%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,87% og er 123,05 stig við hádegi.