Úrvalsvísitalan hefur lækkað 0,96% og er úrvalsvísitalan 5.362,39 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni og nemur veltan um 2,2 milljöðrum króna en undanfarna daga hefur veltan numið um hundrað milljónum við hádegi.

Atlantic Petroleum hefur hækkað um 0,69% og er eina félagið sem hækkað hefur við hádegi.

Bakkavör Group hefur lækkað um 2,27% en félagið mun birta uppgjör sitt á morgun, Straumur-Burðarás hefur lækkað um 1,84%, FL Group hefur lækkað um 1,83%, Alfesca hefur lækkað um 1,68% og Dagsbrún hefur lækkað um 1,45%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,16% og er gengisvísitala hennar 126,8 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.