Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,28% og er 8.684 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 6,2 milljörðum króna.

Össur hefur hækkað um 0,45% og Century Aluminium hefur hækkað um 0,15%.

Flaga Group hefur lækkað um 4,28%, Bakkavör Group hefur lækkað um 2,88%, Atlantic Petroleum hefur lækkað um 2,83%, FL Group hefur lækkað um 2,24% og Eik banki hefur lækkað um 1,79%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,22% og er 113,2 stig.