Bankar og fjármálafyrirtæki leiða lækkanir dagsins á hlutabréfamarkaði en Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hefur lækkað um 1,4% það sem af er degi og stendur nú í 4.601 stigi.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir og lækkanir einstakra félaga en aðeins eitt félag hefur hækkað það sem af er degi.

Mest eru viðskiptin með bréf í Glitni [ GLB ] eða um 460 milljónir. Þá er velta með bréf í Landsbankanum [ LAIS ] um 225 milljónir og með bréf í Kaupþing [ KAUP ] um 160 milljónir.

Krónan hefur styrkst um 0,3% frá því í morgun.