Úrvalsvísitalan hefur lækkað um um 2,22% það sem af er degi og er 6.350,51 stig.

Miklar lækkanir voru strax í morgun, má þær að öllum líkindum rekja til skýrslu greiningardeildar Merrill Lynch um íslensku bankana sem birtist í gær.

Um leið og markaðurinn opnaði í morgun lækkaði gengi Landsbankans skarpt, eða um 7,24%. Gengið hefur þó náð að jafna sig að einhverju leyti og nemur lækkun bankans 3,45%, þegar þetta er ritað.

FL Group leiðir lækkunina, með um 3,83% lækkun, Íslandsbanki hefur lækkað um 3,48%, Landsbankinn skipar þriðja sætið með um 3,45% lækkun eins og fyrr segir, Straumur-Burðarás hefur lækkað um 3,09% og Kaupþing banki hefur lækkað 2,58%.

Grandi hefur hækkað mest, það sem af er degi, eða um 4,37%. Á bakvið hækkunina eru þrjú viðskipti að andvirði 21,35 milljón króna.

Actavis hefur hækkað um 1,75% en félagið birti í dag ársuppgjör sitt og Dagsbrún hefur hækkað um 0,87%.