Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,9% og er 5.668 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Markaðurinn opnaði með hækkun en tók fljótt að lækka. Ef fram fer sem horfir hefur Úrvalsvísitalan lækkað alla daga frá áramótum og nemur lækkun ársins 10,32%

Velta á hlutabréfamarkaði nemur 2,6 milljörðum króna samanborið við 33,6 milljarða króna á skuldabréfamarkaði.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 0,3% í gær. Breska vísitalan FTSE 100 hefur hækkað um 0,5% þegar þetta er skrifað, danska vísitalan OMXC hefur hækkað um 0,5%, norska vísitalan OBX hefur hækkað um 1,6% og þýska vísitalan DAX hefur hækkað um 0,5%. Finnska vísitalan OMXH hefur lækkað um 0,6%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Marel [ MARL ] hefur hækkað um 1%, Teymi [ TEYMI ] hefur hækkað um 0,86%, Össur [ OSSR ] hefur hækkað um 0,5% og Bakkavör Group[ BAKK ] hefur hækkað um 0,4%.

Exista [ EXISTA ] hefur lækkað um 5,8% - frá áramótum nemur lækkunin 22%, Föroya banki [ FO-BANK ] hefur lækkað um 0,9%, FL Group [ FL ] hefur lækkað um 1,9%, Straumur [ STRB ] hefur lækkað um 1,7% og Spron [ SPRON ] hefur lækkað um 1,6%

Gengi krónu hefur styrkst um 1% og er 119,9 stig.