Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,05% og er 8.184 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 3,4 milljörðum króna.

Alfesca hefur hækkað um 2,83% í 1,9 milljarða króna veltu, Hampiðjan hefur hækkað um 1,45%, Marel hefur hækkað um 1,19, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 0,71% og Century Aluminium hefur hækkað um 0,7%.

Flaga Group hefur lækkað um 3,54%, Eimskip hefur lækkað um 2,58% en félagið birti sex mánaða uppgjör sitt í morgun, Atorka Group hefur lækkað um 1,1%, Icelandic Group hefur lækkað um 0,76% og Bakkavör Group hefur lækkað um 0,29%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,04% og er 113,1 stig.