Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,69% og er 7.287 .stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 8.707 milljónum króna. Í gær lækkaði Úrvalsvísitalan um 2,53% en hlutbréf í Evrópu lækkuðu í kjölfar mikilla lækkana í Kína.

Mosaic hefur hækkað um 0,68%, Flaga Group hefur hækkað um 0,42% og Marel hefur hækkað um 0,27%.

Eimskip hefur lækkað um 8,05% en síðustu sjö daga hefur félagið hækkað um 13,55%, FL Group hefur lækkað um 3,29%, Glitnir hefur lækkað um 2,55%, Icelandair Group hefur lækkað um 2,17% og Kaupþing hefur lækkað um 1,68%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,56% og er 120,7 stig við hádegi.