Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1% og er 3.929 stig við hádegi. Gengi krónu hefur veikst um 0,4% og er 168,6 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Velta á hlutabréfamarkaði nemur 2,1 milljarði króna.

Eimskipafélagið hefur fallið um 14% í kjölfar gjaldþrots XL Leisure Group en félagið var ábyrgðist stórt lán vegna yfirtöku félagsins árið 2006. Björgólfsfeðgar tilkynntu fyrir skömmu að þeir hygðust hlaupa undir bagga enda hefði lítið sem ekkert orðið eftir af eigin fé félagsins, ef það reiddi fram upphæðina.

Helstu vísitölur í Evrópu eru grænar það sem af er degi, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.