Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,9% og er 4.396 stig við hádegi. Gengi krónu hefur veikst um 0,4% og er 155,8 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir og lækkanir einstakra félaga.

Velta á hlutabréfamarkaði nemur 2,8 milljörðum króna.

Eimskipafélagið [ HFEIM ] teymir lækkanirnar áfram, hefur fallið um 14,3% en í gær lækkaði félagið um 12,7%.

Eimskipafélagið tilkynnti um í gærmorgun að það hafi afskrifað Innovate Holding með öllu en bókfært virði þess var 74,1 milljónir evra eða 8,8 milljarðar króna. Afskriftin nemur 18% af eigin fé félagsins. Eimskipafélagið lækkaði um 12,7% í dag. Það sem af er ári nemur lækkunin 50%.

Teymi [ TEYMI ] hefur einnig fallið mikið eða um 11%. Á síðustu sjö dögum nemur lækkunin 30%.

Norska vísitalan OBX hefur hækkað um 1% og sænska vísitalan OMXS hefur hækkað um 0,6%. Danska vísitalan OMXC lækkað um 0,3%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.