*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 9. september 2008 12:27

Á hádegi: Eimskipafélagið lækkar um 31% á sjö dögum

Ritstjórn

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,4% og er 4.056 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Gengi krónu hefur veikst um 0,6% og er 167,3 stig.

Veltan á hlutabréfamarkaði nemur 1,2 milljörðum króna.

Eimskipafélagið [HFEIM] hefur lækkað um 3,9% og á síðustu sjö dögum nemur lækkunin 31,4%. Sérfræðingar á markaði telja lækkunina vera vegna mikillar óvissu um félagið. Meðal annars lánsfjárábyrgðina til XL Leisure Group sem á í fjármögnunarerfiðleikum.

Breska hlutabréfavísitalan FTSE100 hefur hækkað um 1% og sænska vísitalan OMXS hefur hækkað um 0,5%. Danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 0,6% og norska vísitalan OBX hefur lækkað um 4%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.