Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,3% frá því að opnað var fyrir viðskipti kl. 10 í morgun og stendur nú þegar þetta er skrifað, kl. 12:05 í 673 stigum samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,9% í gær og hefur því hækkað alla vikuna þangað til nú.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga en ekkert félag hefur hækkað það sem af er degi.

Velta með hlutabréf er um 10 milljónir en þar af er um 7,8 milljónir með bréf í Marel. Í morgun fóru fram stök viðskipti fyrir rétt rúmar 7 milljónir í félaginu.