*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 23. febrúar 2006 11:43

Á hádegi: engar lækkanir og Úrvalsvísitalan upp um 2,97%

Ritstjórn

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,97% og er 6.660,04 stig.

Eftir töluverðar lækkanir síðustu tvo daga, í kjölfarið á birtingu lánshæfismats Fitch, hafa engin bréf lækkað það sem af er degi.

Avion Group leiðir hækkunina með 3,99% gengishækkun frá því í gær. FL Group kemur svo á eftir með 3,54% hækkun og Kaupþing banki hefur hækkað um 3,45%.

Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki hefur hækkað um 3,09% og Landsbankinn um 2,82%.