Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,18% og er 5.419,68 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Veltan nemur eins og einu fallegu húsi í miðbænum eða 123 milljónum en nú ríkir sumarleyfisandi yfir Kauphöllinni, margir í fríi eða með hugann við það í það minnsta.

?Athygli vekur að ef sumarið í ár er borið saman við sumarið í fyrra (1. maí - 17 júlí) eru viðskiptin í ár mun fleiri og eru hver viðskipti einnig hærri í krónum talið. Þannig voru um 10.900 viðskipti á fyrrgreindu tímabili í fyrra og nam veltan um 145 milljörðum króna en í ár voru um 16.700 viðskipti og nemur veltan tæplega 300 milljörðum króna. Í prósentum talið nemur veltuaukningin yfir sumarmánuðina um 105% og í fjölda viðskipta telur aukningin um 53%," segir greiningardeild Glitnis og bætir við:

"Segja má að markaðurinn sé líflegur í þessum samanburði en þó ber að taka fram að samanburðurinn tekur ekki tillit til breyttra aðstæðna á markaði."

Atorka Group hefur lækkað um 1,59%, Avion Group hefur lækkað um 0,60%, FL Group hefur lækkað um 0,60%, Bakkavör Group hefur lækkað um 41% og Kaupþing banki sömuleiðis. Ekkert félag hefur hækkað það sem af er degi.

Gengi krónu hefur veikst um 0,17% og er gengisvísitalan 131,4 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.