Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,32% og 5.519 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 2,5 milljöðrum króna.

Vísitalan byrjaði daginn á hækkun, lækkaði skömmu seinna og er nú græn aftur.

Breska vísitalan FTSE100 hefur lækkað um 0,96%, danska vísitalan OMC hefur lækkað um 1,4%, norska vísitalan OBX hefur lækkað um 1,12% og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 1,6%, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Exista hefur hækkað um 3%, Century Aluminium hefur lækkað um 2,9%, Landsbankinn hefur lækkað um 1,1%, Föroya banki hefur hækkað um 0,9% og Eik banki hefur hækkað um 0,4%.

Atlantic Airways hefur lækkað um 10,8%, Icelandic Group hefur lækkað um 5%, FL Group hefur lækkað um 2,2% og Spron hefur lækkað um 1,7%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,25% og er 124,9 stig.