Úrvalvísitalan hefur hækkað um 2,8% og er 7.855 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Erlendir markaðir hafa einnig hækkað og er það í kjölfarið á fimmtíu punkta stýrivaxtalækkun í Bandaríkjunum í gær. Veltan nemur 11,3 milljörðum króna.

Exista hefur hækkað um 6,1%, Föroya banki hefur hækkað um 3,81%, Icelandair Group hefur hækkað um 3,74%, Kaupþing hefur hækkað um 3,62% og Bakkavör Group hefur hækkað um 3,62%.

Gengi krónu hefur styrkst um 1,79% og er 118,6 stig.

Breska vísitalan FTSE 100 hefur hækkað 2,15%, danska vísitalan OMXC hefur hækkað um 1,45%, norska vísitalan OBX hefur hækkað um 2,64% og sænska vísitalan OMXS hefur hækkað um 2,69%.