Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hefur lækkað um 2,8% og er 4.528 stig við hádegi. Gengi krónu hefur veikst um 2% og er  158,7. samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Veltan á hlutabréfamarkaði nemur 4,2 milljörðum króna og á skuldabréfamarkaði nemur veltan 17,8 milljörðum króna.

Danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 1%, norska vísitalan OBX hefur lækkað um 0,6% og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 1,1%, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Skipti var skráð á markað í dag. Hæst verð dagsins er 6,55 krónur á hlut en við hádegi er gengið 5 krónur á hlut.

Eik banki [ FO-EIK ] er eina félagið sem er grænt við hádegi og nemur hækkunin 5% í fimm viðskiptum.

Exista [ EXISTA ]  hefur lækkað um 8,3%, Spron [ SPRON ] hefur lækkað um 7,8%, FL Group [ FL ] hefur lækkað um 7,6%, Teymi [ TEYMI ] hefur lækkað um 4,3% og Föroya banki [ FO-BANK ] hefur lækkað um 3,45%.