Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,23% og er 5.381,45 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur um 1,3 milljörðum króna.

Markaðurinn opnaði með krafti en fimm mínútur eftir að opnað var fyrir viðskipti var utanþingsviðskipti með Landsbankann sem nam 645 milljónum króna.

Flaga Group hefur hækkað um 3,51%, FL Group hefur hækkað um 2,61% en félagið birti uppgjör sitt eftir lokun markaða í gær sog var tap þess minna en væntingar greiningaraðila stóðu til og Vinnslustöðin hefur hækkað um 2,38%.

Glitnir hefur lækkað um 1,13%, Össur hefur lækkað um 0,88%, Straumur-Burðarás hefur lækkað um 0,63%, Landsbankinn hefur lækkað um 0,47% og Actavis Group hefur lækkað um 0,31%,

Gengi krónu hefur veikst um 0,08% og er 124,84 stig.