Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,65% og er 6.288 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Veltan nemur 5.926 milljónum króna.

Stærstu einstöku viðskiptin, við hádegi, eru 785 milljón króna viðskipti með bréf Kaupþings banka á genginu 872 og eru ekki verðmyndandi. Gengi bankans er 867 krónur á hlut við hádegi og hefur hækkað um 0,86% það sem af er degi.

Næststærstu viðskiptin eru 588 milljón króna viðskipti með bréf Exista á genginu 23,5. Gengi Exista er 23,4 við hádegi.

Að auki hafa nokkur stór viðskipti átt sér með bréf Landsbankans. 528 milljón króna viðskipti á genginu 26,4, 477 milljóna króna viðskipti á genginu 26,5 og 264 milljón króna viðskipti á genginu 26,4. Gengi bankans er 26,6 krónur á hlut við hádegi.

FL Group hefur hækkað um 2,42%, Össur hefur hækkað um 1,22%, Straumur-Burðarás hefur hækkað 1,18%, Landsbankinn um 1,14% og Actavis Group um 0,93%.

Atlantic Petroleum hefur lækkað um 1,38%, Flaga Group hefur lækkað um 1,27% og Atorka Group hefur lækkað um 0,78%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,09% og er 122,6 stig við hádegi.