*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 2. febrúar 2006 12:02

Á hádegi: FL Group hækkar um 3,2%

Ritstjórn

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um 1,24% í dag er 6,398 stig. Það er hæsta gildi hennar til þessa.

FL Group hefur hækkað mest, eða um 3,2%. Því næst hefur Kaupþing banki hækkað um 1,65% og Landsbankinn um 1,46%.

Tvö fyrirtæki hafa lækkað í dag. Það er Atorka Group sem hefur lækkað um 0,81% og Marel hefur lækkað um 0,57%.