Það er bjartara yfir á hlutabréfamarkaðinum eftir lækkanir að undanförnu. Úrvalsvísitalan hækkar um 1,25% og er 6.026,64 stig.

FL Group hækkar um 4,15%, Glitnir hækkar um 2,82%, Marel hækkar um 2,10%, Landsbankinn hækkar um 1,97% og Kaupþing banki hækkar um 1,20%

Atlantic Petroleum lækkar um 2,62%, Flaga Group lækkar um 0,63%, Dagsbrún lækkar um 0,58% og Alfesca lækkar um 0,50%.

Gengi krónunnar lækkar um 0,58% það sem af er degi og 120,85 stig.