Úrvalvalsvísitalan hefur hækkað um 0,81% og er 6.346 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 2.772 milljónum króna.

?Mikill áhugi fjárfesta er á hlutabréfum um þessar mundir og hækkaði Úrvalsvísitalan í gær talsvert. Virðist sem hækkunin muni halda áfram í dag. Kauptækifæri mynduðust í mörgum félögum við lækkun markaðarins á fyrri hluta árs og er núverandi hækkun að hluta staðfesting á því.

Útboðin í Exista og Marel voru bæði vel heppnuð og hafa félögin hækkað nokkuð frá útboðsgengi. Hlutabréfin sem keypt voru í útboði Marel eru á gjalddaga í dag og má gera ráð fyrir að hluti fjárfesta selji önnur bréf til að fjármagna kaupin í útboðinu. Hlutabréfin sem keypt voru í Exista verða á gjalddaga á föstudag, og má gera ráð fyrir að sú verði einnig raunin á föstudag," segir greiningardeild Glitnis.

FL Group hækkar um 47% frá ágúst

?FL Group hefur leitt hækkanirnar í ágúst og september og á tímabilinu hefur félagið hækkað um 47%. Aukin áhuga á FL Group má rekja til vangaveltna um dulda eign í Icelandair og einnig auknar líkur á að FL Group muni að selja félagið. Þegar áhugi fjárfesta fyrir innlendum hlutabréfum var í lágmarki þóttu líkur á sölu Icelandair litlar en vel heppnuð útboð Marel og Exista hafa breytt miklu þar um. Bankarnir hafa einnig hækkað verulega frá byrjun ágúst ásamt Alfesca og Bakkavör," segir greiningardeildin.

Dagsbrún lækkar

Stærstu einstöku viðskipti dagsins eru 433,5 milljón króna utanþingsviðskipti með bréf Kaupþings banka á genginu 867. Viðskiptin eru ekki verðmyndandi. Gengi Kaupþings banka er 873 krónur á hlut við hádegi og hafa bréfin hækkað um 0,69% það sem af er degi.

FL Group hefur hækkað um 3,69%, Actavis Group hefur hækkað um 1,38%, Össur hefur hækkað um 1,21%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,16% og Icelandic Group um 0,65%.

Dagsbrún hefur lækkað um 6,52% (og um 17,78% síðustu fjórar vikur), Marel hefur lækkað um 0,61%, Mosaic Fashions hefur lækkað um 0,56% og 0,31%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,48% og er gengisvísitalan 123 stig við hádegi.