Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,24% og er 7.329 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur um þremur milljörðum króna.

FL Group hefur hækkað um 5,1%. ?Ástæður hækkunarinnar eru vangaveltur fjárfesta um mögulega yfirtöku á AMR Corporation sem FL Group á 6% eignarhlut í,? segir greiningardeild Glitnis. ?Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni varð frétt á vef BusinessWeek um hugsanlega yfirtöku á AMR til þess að AMR hækkaði um 10% á eftir markaði í gær, úr 38,05 í 41,99 USD á hlut. Í fréttinni kemur fram að hugsanlegt yfirtökuverð sé á bilinu 46-52 USD á hlut. Ekki er vitað hvert meðalkaupverð hluta FL Group í AMR var en við áætlum að það hafi verið á bilinu 28-29 USD á hlut.

Við lokun markaða í gær hafði AMR hækkað um 25,9% á árinu. Með hækkuninni á eftirmarkaði gær hefur AMR hækkað um 38,9% á árinu. Eignarhlutur FL Group var metinn á 27,6 ma.kr. í árslok og má því áætla að hann hafi hækkað um 10,7 ma.kr. það sem af er ári. Markaðsvirði FL Group hefur aukist um 12,7 milljarða króna  í viðskiptum dagsins. Fari viðskipti með AMR af stað í dag á því verði sem myndaðist á eftirmarkaði í gær þá er enn rými fyrir um 9,5% hækkun á verði bréfanna þar til það nær í neðra bil hugsanlegs yfirtökuverðs,? segir hún.

Atorka Group hefur hækkað um 2,96%, Eimskip hefur hækkað um 2,38% en félagið hækkaði um 8,39% í kjölfar verðmats frá Landsbankanum og Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,5%.

Teymi hefur lækkað um 1,55% en birti uppgjör í gær, 365 hefur lækkað um 1,52%, Bakkavör Group hefur lækkað um 0,9%, Össur hefur lækkað um 0,84% og Icelandair Group hefur lækkað um 0,84%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,47% og er 120,4 stig.